Orkuveita Reykjavíkur samdi við fyrirtækið Ursus um að arðgreiðslur vegna ársins 2013 myndu renna í hlut Ursus við söluna á HS Veitum til fyrirtækisins. Orkuveitan átti rétt á arðgreiðslunum, sem nema 70 milljónum þar sem félagið var skráður eigandi að hlutnum. Fjallað er um málið í Reykjavík vikublaði.

Þar kemur fram að söluverð HS Veitum hafi verið hækkað í samræmi við arðgreiðsluna. Endanlegt söluverð hlutar Orkuveitu Reykjavíkur til Ursus, félags sem Heiðar Már Guðjónsson er í forsvari fyrir, hljóðar upp á 1,5 milljarða.

Uppfært: Upprunalega stóð að Orkuveitan hefði selt hlut sinn í HS Orku. Hið rétta er að hluturinn er í HS Veitum.