*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 26. maí 2020 12:01

Orkuveitan tapaði 2,6 milljörðum

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,6 milljörðum króna á síðasta ársfjórðung samanborið við 3,9 milljarða hagnað á sama tímabili 2018.

Ritstjórn
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Haraldur Guðjónsson

Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,6 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi samanborið við 3,9 milljarða hagnað á sama tímabili árið á undan. Í tilkynningunni segir að ástæða tapsins sé vegna óhagfelldra ytri áhrifa. Jafnframt segir að OR sé vel í stakk búin til að takast á við þessa óhagfelldu áhrifaþætti og að lausafjárstaða fyrirtæksins sé traust.

Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 13,3 milljörðum króna á síðasta ársfjórðung samanborið við 12,6 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Þá nam rekstrarkostnaður 4,7 milljörðum króna árið 2019 og var hann sá sami á sama tímabili 2018.

EBITDA fyrirtækisins nam 8,5 milljörðum króna samanborið við rétt tæpa 8 milljarða króna á sama tímabili árið 2018. Þá námu laun og launatengd gjöld um 1,7 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarða króna á sama tímabili á undan.

Eigið fé í lok tímabilsins nam 188 milljörðum króna en eigiðfjárhlutfall samstæðunnar nam 47,3%. Forstjóri Orkuveitunnar er Bjarni Bjarnason.