Sjaldgæft veðrafyrirbrigði á Norðurslóðum sem búist er við að muni leiða frost og kulda suður til Evrópu hefur orðið til þess að orkuverð í álfunni hefur farið hækkandi að því er Bloomberg greinir frá.

Verð á rafmagni, gasi, kolum og kolefni hefur hækkað að undanförnu en búist er við að eftirspurn eftir kyndingu aukist með kuldanum.

Veðrafyrirbrigðið lýsir sér í því að vestlægur vindur hægir á sér nálægt pólnum og jafnvel snúist við sem veldur því að kalt loft leitar suður á bóginn til Evrópu.

„Þegar hið sama átti sér stað árið 2009 var ekki nóg gas til þess að anna eftirspurn bæði í Austur- og Vestur-Evrópu á sama,“ hefur Bloomberg eftir Arne Bergvik, aðalgreinanda hjá eignastýringarfyrirtækinu Scandem AB sem sérhæfir sig í fjárfestingum í orkuiðnaði.