Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Ákvörðun þýskra stjórnvalda þess efnis að loka öllum kjarnorkuverum landsins á næsta áratug mun þrýsta rafmagnsverði upp á næstu árum að mati sérfræðinga. Financial Times hefur eftir Hans-Peter Keitel, yfirmanni þýsku iðnaðarsamtakanna, að verð muni óhjákvæmilega hækka til iðnaðar og hvatti hann þýsk stjórnvöld til þess að veita iðnaði landsins nauðsynlegan stuðning. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aukist mikið í Þýskalandi enda eru Þjóðverjar almennt andvígir kjarnorku.

Eftirspurn eftir hreinni orku og hækkandi verð ætti að nýtast Íslendingum vel en eins og fram hefur komið í Viðskiptablaðinu og á vb.is getur íslensk orkuframleiðsla annað eftirspurn um 5 milljóna heimila á meginlandi Evrópu og er nú unnið að fýsileikakönnun við lagningu sæstrengs. Fýsileiki slíks verkefnis ætti að aukast við hækkandi verð.