Mögulegt er að framleiða metangas úr saur manna ef notast er við tilteknar tegundir af bakteríum til að brjóta saurinn niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfis-, vatns- og heilsurannsóknastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNU).

Samkvæmt skýrslunni gæti gasið, sem yrði til við framleiðsluna, skilað jafn mikill orku og jarðgas sem kostar 9,5 milljarða Bandarikjadala, eða um 1.200 milljarða króna virði.

Í skýrslunni segir jafnframt að svipað mikil orka sé bundin í saurnum og í stein- og viðarkolum, eða um 25 MJ/kg. Það skipti máli í ljósi þess að víða sé enn verið að fella tré í eldivið og til viðarkolaframleiðslu.