Reikna má með því að í haust ráðist örlög SPRON-sjóðsins, sjálfseignarstofnunar sem átti 15% hlut í SPRON.

„Eins og staðan er núna er verið að taka ákvörðun um hvora leiðina eigi að fara, hvort eigi að slíta sjóðnum með því að greiða úr honum alla þá fjármuni sem til eru til góðgerðar- og menningarmála eða reyna að ávaxta sjóðinn og veita styrki úr honum árlega. Það gæti verið erfitt miðað við núverandi verðbólgu- og vaxtaþróun,“ segir Jóna Anna Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri sjóðsins. Helsta eign sjóðsins er nú 380 milljóna króna sjóður. Engir styrkir hafa verið veittir úr sjóðnum í ár en Krabbameinsfélag Íslands og Rauði kross Íslands eru meðal þeirra félagasamtaka sem hafa hlotið styrki frá SPRON-sjóðnum.