*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 25. nóvember 2004 16:03

Örn nýr stjórnarformaður Skýrr

Ritstjórn

Á hluthafafundi í Skýrr hf hinn 22. nóvember síðastliðinn var ný stjórn félagsins kosin. Stjórnina skipa þeir Örn Karlsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Varamenn eru Skúli Valberg Ólafsson, Guðmundur Þórðarson og Bjarni Birgisson. Nýkjörin stjórn hélt í framhaldinu sinn fyrsta stjórnarfund og skipti með sér verkum. Formaður nýrrar stjórnar Skýrr er Örn Karlsson.

Örn stofnaði Íslenska forritaþróun hf 1983 ásamt fleirum og starfaði þar sem framkvæmdastjóri og seinna þróunarstjóri þar til félagið var selt 1997. Hann var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins CODA á Íslandi og síðar Baan á Íslandi 1997-2000. Örn hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan upplýsingatæknigeirans. Hann hefur setið í stjórn Hugar hf, Atlantic Information Systems PLC og Internets á Íslandi hf. (INTIS). Hann hefur verið í stjórn Kögunar hf. frá stofnun félagsins. Örn er einn af stofnendum Spans hf. og er framkvæmdastjóri þess.