*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Fólk 2. maí 2015 11:40

Örn Úlfar nýr í stjórn UN Women á Íslandi

Aldri hafa fleiri styrkt UN Women með mánaðarlegu framlagi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Örn Úlfar Sævarsson er nýjasti meðlimur stjórnar UN Women á Íslandi.

Ný stjórn landsnefndar UN Women á Íslandi tók til starfa í gær. Fram kemur í tilkynningu að starf landsnefndar hefur vaxið ört á undanförnum árum og hafa aldrei fleiri styrkt samtökin með mánaðarlegu framlagi en hátt í 1.100 einstaklingar gengur til liðs við UN Women á síðasta ári og á íslenska landsnefndin þriðja  hæsta framlag landsnefnda til verkefna UN Women.

Guðrún Ögmundsdóttir hagfræðingur var endurkjörin formaður samtakanna. Í stjórn sitja sem fyrr Magnús Orri Schram, ráðgjafi, Ólafur Stephensen ritstjóri, Kristjana Sigurbjörnsdóttir mannfjölda – og þróunarfræðingur , Frímann Sigurðsson verkefna- og verkferlastjóri,  Guðrún Norðfjörð markaðsráðgjafi, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir lögfræðingur, Arna Gerður Bang alþjóðastjórnmálafræðingur og Karen Áslaug Vignisdóttir hagfræðingur. Þá koma nýir meðlimir inn; Örn Úlfar Sævarsson, texta- og hugmyndasmiður og Soffía Sigurgeirsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur sem áður sat í varastjórn.

Í varastjórn sitja Fanney Karlsdóttir forstöðumaður og Vilborg Ólafsdóttir leikstjóri.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is