Hagnaður Arnarins hjóls ehf. á árinu 2018 nam 45,8 milljónum króna, sem er lækkun um 9,4% frá fyrra ári þegar hann nam 50,6 milljónum. Á sama tíma lækkuðu bæði rekstrartekjur og rekstrargjöld félagsins um 1%, tekjurnar úr 979,6 milljónum króna í 969 milljónir króna, meðan rekstrarkostnaðurinn fór úr 924,6 milljónum í 915 milljónir.

Rekstrarhagnaðurinn jókst því eilítið milli ára, úr 55,4 milljónum í 55,8 milljónir króna, meðan nettó fjármunatekjurnar drógust mikið saman, úr 7,8 milljónum í 1,5 milljónir, eða um 80%.

Eignir félagsins námu 551 milljón króna í árslok, en þar af var bókfært eigið fé þess 469,3 milljónir króna. Skuldir félagsins lækkuðu úr 104,5 milljónum í 81,8 milljónir á árinu og er því eiginfjárhlutfall félagsins 85%.

Jón Pétur Jónsson er eigandi félagsins.