*

laugardagur, 8. maí 2021
Innlent 25. júní 2015 08:32

Örninn TREK sigraði í WOW Cyclothon

Liðið Örninn TREK hjólaði hringinn í kringum landið á 36 klukkustundum og 51 mínútu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Liðið Örninn TREK kom fyrst í mark í liðakeppni WOW Cyclothon nú í morgun. Hjólaði það hringinn í kringum landið á 36 klukkustundum og 51 mínútu.

Lið HFR Ungliða er fremst af þeim liðum sem eru eftir og er við það að sigla í mark. Þar á eftir kemur lið Hjólakrafts sem er sem stendur við gatnamót Krísuvíkurvegar og Bláfjallavegar.

Næstum 12,5 milljónir króna hafa safnast í áheitasöfnun keppninnar til þessa. MP Banki hefur sem fyrr safnað mestu eða 514.500 krónum. TeamScania kemur þar á eftir með 447.000 krónur, en Kríurnar eru í þriðja sæti með 381.000 krónur.

Tommi's Burger Joint er í fjórða sæti með 366.500 krónur, en WOW Strákar, lið Skúla Mogensen forstjóra Wow air, hefur safnað 292.000 krónum og er í fimmta sæti.

Stikkorð: Wow air WOW Cyclothon