*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 11. október 2014 15:59

Órói á hlutabréfamörkuðum

Slæmar hagtölur frá Evrópu hafa ýtt undir áhyggjur af frekari samdrætti á evrusvæðinu og lækkun hlutabréfa.

Ritstjórn
AFP

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa fallið nokkuð að undanförnu, en áhyggjur hafa farið vaxandi af horfum í heimshagkerfinu. Fjallað er um málið á vef BBC.

Stóru vísitölurnar í Evrópu hafa lækkað veruleg á síðustu dögum. Breska FTSE 100 vísitalan lækkaði um 1,4% í gær, og hefur ekki verið lægri í tólf mánuði. Sömu sögu er að segja af Dax vísitölunni í Þýskalandi sem féll um 2,4% og þá hefur franska Cac-40 vísitalan ekki verið lægri á þessu ári. Slæmar hagtölur sem komu frá Þýskalandi í þessari viku hafa ýtt undir áhyggjur af frekari samdrætti á evrusvæðinu.

Í Bandaríkjunum var Dow Jones vísitalan nálægt því að slá met á fimmtudaginn yfir mesta fall á einum degi. Vísitalan féll síðan um 0,7% til viðbótar í gær og endaði í 16.659,25 stigum. Hagnaður ársins er þar með genginn til baka .

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is