Þriðji ársfjórðungur fór ekki vel af stað. Rétt eins og ársfjórðunginn á undan héldu látlausar olíuverðshækkanir og frekari afskriftir fjármálafyrirtækja vegna vandræða á húsnæðismarkaði áfram að setja mikinn þrýsting á hlutabréfaverð víðs vegar í heiminum.

Dow Jones vísitalan féll um eitt prósent strax í upphafi viðskipta og þar með hafði vísitalan lækkað um meira en 20% frá hátindinum 9. október sl., sem samkvæmt skilgreiningu þýðir að svokallaður bjarnarmarkaður hefur náð yfirhöndinni.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .