Óróleiki ríkir á netmarkaði þar sem ESB vill endurskoða reglugerðir um fjölmiðla, segir í Financial Times. Endurskoðunin er umdeild og evrópsk fyrirtæki á netmarkaði hafa mótmælt henni, þau telja að þetta geti leitt til enn frekari reglugerða og óróleika á markaði en slíkt verði fyrirtækjum kostnaðarsamt.

Um er að ræða umfangsmestu endurskoðnir á fjölmiðlareglum ESB frá árinu 1989. ESB rágerir að ljúka endurskoðunum fyrir árslok og verður þá ljóst hve mörg fyrirtæki sem bjóða fjölmiðlaþjónustu í gegnum netið falla undir fjölmiðlareglugerð ESB.

Núgildandi reglur ná m.a. yfir lengd sjónvarpsefnis sem framleitt er í Evrópu sem og takmarkanir á beinum og óbeinum auglýsingum í sjónvarpi.

Tillögurnar fjalla meðal annars um að takmarka aðgang barna að tilteknu sjónvarpsefni og að skerpa aðskilnað auglýsinga frá venjulegu efni. ESB hefur látið hafa eftir sér að reglugerðin beinist ekki að hefðbundnum fjölmiðlum heldur að netmarkaði og þeim sem miðla í gegnum hann. Ennfremur kemur fram að tilgangurinn sé að auka arðsemi markaðarins, ekki hamla vexti hans.

Sambandslöndin eru ekki einhuga með hve langt reglugerðirnar megi ganga. Frakkland og Þýskaland vilja aukið aðhald á meðan breskum stjórnvöldum er umhugað um afleiðingar endurskoðananna. Bretar óttast að frekari reglugerðir á netmarkaði séu óverjandi.