Skuldakreppan í Evrópu og óvissa í efnahagsmálum almennt um heim allan mun gera jafnt ríkjum sem fyrirtækjum erfitt um vik að fjármagna sig á næsta ári. Þetta er mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.

Í skýrslu stofnunarinnar um efnahagshorfur sem væntanleg er fyrir áramót kemur fram að lítið muni draga úr óróleika á fjármálamörkuðum á næsta ári. Þetta muni valda því að aðildarríki OECD geti lent í fjármögnunarvandræðum og muni þau evruríki sem þurfi að endurfjármagna skuldir sínar að leita til evrópska seðlabankans.