Á árinu 2012 verður niðursveifla í hagkerfum heimsins og fleiri munu missa vinnuna, segir Jan Andreassen aðalhagfræðingur Terra-Gruppen í Noregi við vefritið E24. Jan telur, og er raunar alls ekki einn um það, að veikur hagvöxtur, ekki síst í Evrópu, gæti leitt til þess að óttinn og óróinn á lánamörkuðum nái nýjum hæðum. „Það er hætta á því að fjárfestar vilja fá enn meira borgað fyrir áhættu og það mun hafa skaðleg áhrif á þann litla hagvöxt sem þó hefur verið,“ segir Jan.

Hann segir að árið 2012 mun einkennast af pólitískum óstöðugleika og pólitískri áhættu og bendir sérstaklega á fimm áhættuþætti í því sambandi: Evrópa muni reyna að bjarga skuldsettum þjóðum Suður-Evrópu, deilur í Bandaríkjunujm við að ná fram skynsamlegum fjárlögum, tilraunir Kínverja til þess að tryggja mjúka lendingu á fasteignamarkaðinum þar, pólitískur óstöðugleika í Arabalöndunum og umbylting í Norður-Kóreu í kjölfar dauða kim Jong-il.