Tæplega 9% fólks á vinnualdri (20-69 ára) eru á örokubótum á Íslandi. Þetta kom fram hjá Þorsteini Víglundssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífisins á Morgunútgáfunni á Rás 2 í morgun.

Örorkubætur kosta Íslendinga 55 milljarða á ári og að sögn Þorsteins hefur kostnaður tvöfaldast á 15 árum að raungildi.

Þorsteinn sagði að við hefðum farið úr því að vera þjóðfélag með tiltölulega lága örorkubyrði í að vera með hvað hæsta örorkubyrði í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Þorsteinn sagði að það þurfi leggja meiri áherslu á starfsendurhæfingu en gert hefur verið.