Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur ráðið Orra Frey Rúnarsson til starfa en hann mun starfa við hugmyndavinnslu og handritsgerð ásamt því vinna náið með viðskiptavinum í þróun og útfærslu á skapandi myndefni.

Orri Freyr útskrifaðist með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og lauk nýverið við meistaragráðu í markaðsfræðum og auglýsingagerð frá Emerson háskólanum í Boston.

Áður starfaði Orri Freyr í fjölmiðlum en hann vann sem þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni X977 til margra ára.

„Orri mun gegna lykil hlutverki í hugmyndavinnu og samskiptum við nýja og núverandi viðskiptavini og kemur sannarlega með ferska sýn á hlutina” segir Einar Ben, framkvæmdarstjóri Tjarnargötunnar.