Ekki er útilokað að Síminn selji Mílu, komi upp réttar aðstæður til þess, að sögn Orra Haukssonar, forstjóra Símans. Míla rekur grunnkerfi Símans. „Míla er afar arðbært félag og hefur byggt upp heimsklassa fjarskiptainnviði úti um allt land. Við erum ekki með þetta lykilfélag til sölu, en það er ekki víst að það verði í samstæðunni til eilífðarnóns. Starfsmenn Mílu eru hér á sama reit og Síminn núna og nota til dæmis sama mötuneyti og við. En það er aðgreint hvar starfsfólk Mílu situr í mötuneytinu." segir hann.

Orri segir í ítarlegu viðtali um Símann og breytingar sem hafa verið þar í gangi upp á síðkastið, s.s. að lykilinn að samruna Skipta og Símans vera að aðalfyrirtæki samstæðunnar, Síminn, verði móðureiningin og Míla sjálfstæðara fyrirtæki þar sem Síminn verður ekki með meirihluta í stjórn. Stefnan er sem fyrr á að rekstur Símans og Mílu sé aðskilinn – sú aðgreining eykst enn við breytingarnar nú.

Orri segir að skoðað hafi verið nokkrum sinnum að selja Mílu. „Það var gert fyrst árið 2006. En það hefur ekki orðið að veruleika. Í bili munum við láta þetta duga. En hvort við skoðum þetta aftur á næstu árum er ekki útilokað,“ segir hann.

Rætt er við Orra Hauksson í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .