Orri Hauksson, nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins starfaði fyrir um áratug sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra.

Það er því óhætt að segja að Orri hafi starfað með umsvifamiklum og á tíðum umdeildum einstaklingum í íslenskri pólitík og viðskiptalífi.

Með inngöngu Íslands í ESB í huga er Orri spurður um samskipti sín við Davíð. Orri segir að þeir hafi í gegnum tíðina haldið ágætis sambandi en auðvitað ekki verið sammála um alla hluti. Samskiptin þeirra á milli séu þó góð og það fari vel á með þeim þegar þeir hittist.

---------------------------------------

Nánar er rætt við Orra í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Þar segir Orri að að atvinnulífið þurfi sjálft að flýta fyrir endurreisn efnahagslífsins en vonast um leið að stjórnvöld flækist ekki of mikið fyrir. Þá fjallar Orri um fyrirhugað átak SI, stöðu atvinnulífsins almennt, samskiptin við stjórnvöld og fleira.