*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 4. júní 2008 07:30

Þorri kvótans kominn í nýjar hendur

87,5% aflaheimilda hafa skipt um hendur frá því kvótakerfinu var komið á árið 1984

Ritstjórn

Samkvæmt könnun Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa 87,5% aflaheimilda skipt um hendur frá því að kvótakerfinu var komið á árið 1984, en um er að ræða kvóta í þorski, ýsu, ufsa, krafa grálúðu, síld og loðnu. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þessa niðurstöðu undirstrika mikilvægi kvótakerfisins fyrir íslenskan sjávarútveg. „Við höfum valið að reka hér markaðsdrifinn sjávarútveg sem byggist á eignarrétti og frjálsum viðskiptum.

Niðurstöður könnunarinnar sýna hvernig eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa á undanförnum árum fjárfest í aflaheimildum í stórum stíl enda er um rekstrargrundvöll fyrirtækjanna að ræða. Allar hugmyndir um að breyta kerfinu verður því að skoða í ljósi þessara fjárfestinga,“ segir Friðrik. Eignatilfærslan sem átt hefur sér stað er annars vegar tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum og hins vegar vegna breytinga á eignarhlutum í útgerðarfélögum. Sameining fyrirtækja og erfðir hafa ekki áhrif á niðurstöðuna.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.