Orri Hlöðversson fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fumherja hf. frá og með ágústmánuði. Óskar Eyjólfsson, fráfarandi framkvæmdastjóri verður starfandi stjórnarformaður hjá fyrirtækinu.

Orri lauk BA prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá Kaliforníuháskóla árið 1993 og hélt til Brussel fljótlega að námi loknu. Þar starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá framkvæmdastjórn ESB og síðar sem viðskiptafulltrúi við sendiráð Bandaríkjanna í Brussel. Árið 1998 hóf Orri störf sem framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Fjárvaka ehf., dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Orri hefur starfað sem bæjarstjóri í Hveragerð frá vorinu 2002 auk þess sem hann hefur átt sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja og stofnanna.