Breska viðskiptablaðið Financial Times birti í gær viðamikla umfjöllun um Ísland og íslenskt efnahagslíf, með forsíðufyrirsögninni „Áhyggjur vegna Íslands aukast eftir skyndilega vaxtahækkun“. Þar er vitnað í Finn Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, sem segir að hættan á því að íslenskt hagkerfi sporðreisist sé stórlega ofmetin, þótt órói á alþjóðamörkuðum skaði vissulega fjármálageirann.

Einnig er hálf blaðsíða tvö tileinkuð Íslandi, auk leiðara blaðsins. Þá er fjallað um Baug inni í blaðinu og línurit birt á baksíðu yfir gengi krónu gagnvart evru í mánuðinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .