Ef marka má orðróm innan West Ham United verða daga Eggerts Magnússonar hjá liðinu taldir fyrir jól. Þrátt fyrir að Eggert eigi 5% hlut í félaginu missti hann nýverið sæti sitt í stjórn þess, samkvæmt því sem segir á vef The Guardian.

Björgólfur Guðmundsson, sem á 95% í félaginu, er sagður vilja taka aukinn þátt þróun mála hjá félaginu og jafnvelt talið að hann sækist eftir stöðu stjórnarformanns West Ham United, að sögn The Guardian.