Gengi hlutabréf Royal Bank of Scotland (RBS) hefur hrunið í morgun í kjölfar orðróms um að forráðamenn bankans hafa leitað til stjórnvalda eftir neyðarláni.

Gengi bréfa bankans féllu um 30% og fóru í 129,4 pens á hlut.

Financial Times hefur eftir Fred Godwin, forstjóra bankans, að hann búist við því að heyra frá stjórnvöldum „fyrr frekar en síðar.”

Mikill titringur er á mörkuðum í Bretlandi en óttast er um að RBS sé ekki eini bankinn um þessar mundir sem þurfi þrautlán.

Fram kemur í Financial Times að stjórnvöld undirbúi núi aðgerðir til þess að endurfjármagna breska bankakerfið en fjármálaráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að gripið verði til allra mögulegra úrræða til þess að viðhalda stöðugleika.