Kaupþing [ KAUP ] og Exista[ EXISTA ] drógu vagninn á hlutabréfamarkaði í gær og hækkuðu bæði félög um yfir 5%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,6%. Viðbrögð við uppgjörum Landsbankans [ LAIS ], Straums [ STRB ] og Glitnis [ GLB ] voru hins vegar misjöfn. Landsbankinn hækkaði um 1,3% og Straumur um 0,6% en Glitnir lækkaði um 0,7%.

Líklegt er að meginástæða mikillar hækkunar Kaupþings og Exista sé sterkur orðrómur á markaði um að ekkert verði af fyrirhugaðri yfirtöku Kaupþings á hollenska bankanum NIBC. Ummæli viðskiptaráðherra í hádeginu í gær um að slíkt gæti haft jákvæð áhrif drógu ekki úr orðróminum.

Forstjóri Kaupþings tjáis sig ekki um stöðu kaupanna eða mögulega riftun

Í samtali við Viðskiptablaðið vildi Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings ekki tjá sig um stöðu mála í kaupum Kaupþings á NIBC. Hann vildi hvorki tjá sig um það hvort Kaupþing mundi halda kaupunum til streitu ef Fjármálaeftirlitið samþykkti þau, né hvort til greina kæmi að rifta kaupunum.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag, þar sem einnig er fjallað ýtarlega um uppgjör Straums og Glitnis sem birt voru í gær, auk þess sem uppgjör Landsbankans, sem birt var í fyrradag, er skoðað nánar. Viðskiptablaðið er hægt að lesa hér á vefnum á pdf-formi. Áskrifendur sem ekki hafa aðgangsorð geta sótt um það hér .