Dollarinn er komin nálægt sínum lægstu sögulegum gildum gagnvart evru, og fékk á sig frekara högg niður á við, í kjölfar orðróms um að stýrivextir í Bandaríkjunum verði lækkaðir með aukavaxtaákvörðunardegi, að því er fram kemur í frétt Finacial Times.

Orðrómurinn kveður á um að vaxtalækkunin verði í dag, en næsti vaxtaákvörðunardagur er 30. janúar.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í síðustu viku að Seðlabankinn yrði taka að grípa til aðgerða til þess að styðja við vöxt.

Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 4,25%.