Icelandair boðar til hluthafafundar í dag og minni hluthafar óttast að verða þurrkaðir út. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag, fimmtudag, þar sem segir frá átökum á milli minni hluthafa og ríkisbanka sem nú fer með meirihluta atkvæða.

Níu manns bjóða sig fram í fimm sæti í stjórn en líklegt er að gamlir stjórnendur félagsins, þar með talinn Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri, verði í aðalhlutverki.

Í fréttaskýringunni er einnig sagt frá skattamálum fyrrum stjórnenda vegna hlutabréfakaupa í félaginu fyrr á árum, en þar er um háar fjárhæðir að tefla.

__________________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.