Mikil aukning hefur orðið í þorskeldi á síðustu árum. Á síðasta ári voru framleidd 13.000 tonn og eru Norðmenn umsvifamestir á þessu sviði með framleiðslu upp á 11.000 tonn. Á Íslandi voru framleidd 1.400 tonn, 600 tonn í Bretlandi en minna annars staðar.

Jafnframt hefur framleiðslukostnaður snarlækkað þótt hann sé ennþá talsvert hærri en kostnaður við veiðar. Árið 1990 var framleiðslukostnaður í Noregi rúmar 400 krónur á hvert kg af óslægðum þorski en var í byrjun þessa áratugar kominn niður í 150 krónur á kg. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti í þorskeldi, sérstaklega í Noregi, og heimsframleiðslan verði komin upp í 35.000 tonn árið 2010.

Þetta kemur fram í samantekt Valdimars Inga Gunnarssonar sjávarútvegsfræðings og Guðbergs Rúnarssonar, hjá Landssambandi fiskeldisstöðva, þar sem þeir velta fyrir sér samkeppnishæfni þorskeldis og þorskveiða. Niðurstaða þeirra er að ekki sé hægt að útliloka að þorskeldi geti orðið samkeppnishæft við veiðar á þorski.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.