Þorskverð hefur hækkað um 16% hjá þeim skipum sem landa á fiskmörkuðum, samkvæmt athugun Fiskifrétta, sérblaðs Viðskiptablaðsins.

Vegur það aðeins upp á móti þriðjungs skerðingu þorskkvótans á fiskveiðiárinu.

Meðalverð þorsks á fiskmörkuðum landsins var 225 krónur á kíló frá 1. september 2006 til 31. mars 2007. Á yfirstandandi kvótaári var meðalverð þorsks rúm 261 króna á kíló fyrir sama tímabil.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .