Á þriðjudaginn birtist grein á vefsvæði Ludwig von Mises stofnunarinnar eftir þá Philipp Bagus, aðstoðarprófessor við Rey Juan Carlos-háskólann á Spáni, og David Howden, doktorsnema við fyrrnefnda skólann, um íslenska bankahrunið.

Þeir Bagus og Howden telja að ekki sé hægt að kenna veigamiklum skrefum í átt að frjálsræði á fjármálamarkaði á undanförnum áratugum um bankahrunið. Ofvöxtur bankakerfisins – sem var 1400% af landsframleiðslu þegar leikar stóðu sem hæst – var vissulega rót vandans að mati greinarhöfunda.

En hins vegar verður að greina hvað varð til þess að bankakerfið gat vaxið svona mikið. Þeir Bagus og Howden nefna þrjár ástæður: Ríkisábyrgðir á bankamarkaði, of lágt vaxtastig og of mikill vöxtur á peningamagni í umferð.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .