Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Glitnis [ GLB ], gefur ekki kost á sér áfram í stjórn bankans, en aðalfundur fer fram 20. febrúar. Þorsteinn, sem á meðal annars sæti í stjórn FL Group [ FL ], segir að stjórnarmenn í því félagi hafi sammælst um að ekki væri æskilegt að vera samtímis í stjórnum FL Group og Glitnis. FL Group á 32% hlut í Glitni.

Þorsteinn segir einnig að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Auk FL Group er hann í stjórn 365 [ 365 ], Teymis [ TEYMI ], Refresco og Vífilfells.

Auk Þorsteins fara úr stjórn Glitnis: Haukur Guðjónsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson. Áfram sitja  Björn Ingi Sveinsson og Jón Sigurðsson.

Ný í stjórn koma: Hans Kristian Hustad,  Kristinn Þór Geirsson, Kristín Edwald, Sigurður G. Guðjónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Varamenn verða Árni Harðarson, Bernhard Nils Bogason,  Gunnar Jónsson,  Haukur Guðjónsson, Jón Björnsson,  Kristinn Bjarnason og Steingrímur Halldór Pétursson.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn FL Group: Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður, Pálmi Haraldsson, varaformaður stjórnar, Gunnar Sigurðsson, Hannes Smárason, Kristín Edwald, Þórður Már Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson.