*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 14. apríl 2017 10:27

Ortega aftur orðinn næst ríkastur

Aðaleigandi tískukeðjunnar Zara tók fram úr Jeff Bezos sem næst ríkasti maður heims á eftir Bill Gates.

Ritstjórn

Amancio Ortega, sem á 59% í tískurisanum Inditex, komst á ný í annað sæti á lista Bloomberg yfir ríkustu einstaklinga heims.

Inditex er móðurfyrirtæki tískukeðjunnar Zara og hækkaði gengi bréfa félagsins um 1,27% í gær. Við þessa hækkun jókst hreinn auður Ortega um 617 milljónir dala og mælist nú um 76,7 milljarða dala.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon, var áður í öðru sæti listans, en auður hans minnkaði um 978 milljónir dala þegar gengi Amazon féll um 1,29% og er virði Bezos nú um 76,4 milljarða dala, samkvæmt útreikningum Bloomberg.

Sem fyrr er Bill Gates efnaðasti maður heims og er auður hans metinn á um 85,9 milljarða dala.