Tímaritið Global Finance gaf í byrjun mánaðarins út lista yfir öruggustu banka heims. Tímaritið notaðist við matsskýrslur frá stóru matsfyrirtækjunum, Moody’s, Standard & Poor’s og Fitch Ratings.

Öruggasti banki heims, að mati tímaritsins, er þýski bankinn Kreditanstalt für Wiederaufbau (KfW), sem er staðsettur í Frankfurt.

Þýska ríkið á 80% hlut í bankanum og sambandslöndin eiga 20% hlut. Bankinn var stofnaður árið 1948 sem hluti af Marshall aðstoðinni en nafn bankans er í lauslegri þýðingu Enduruppbyggingarbankinn.