*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 13. apríl 2019 17:05

„Örugglega gert einhver mistök þarna“

Höskuldur Ólafsson segir Wow virkilega mikið högg en gjalþrotið sé ekki ástæðan fyrir afsögn sinni.

Ritstjórn
Höskuldur Ólafsson lætur af störfum sem bankastjóri Arion banka í vor eftir níu ára starfs.
Aðsend mynd

„Við erum alltaf að taka áhættur og langmest sem við tökum áhættur á gengur vel og eðlilega er það ekki fréttnæmt og á ekki að vera það. En jú, við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion bankan, aðspurður um hvort bankinn hafi gert mistök í viðskiptum sínum við flugfélagið Wow air.  Höskuldur, sem lætur af störfum í maí næstkomandi eftir níu ára setu í stóli bankastjóra, ræddi uppsögn sína í viðtali hjá Rúv

Arion banki var helsti viðskiptabanki stórra fyrirtækja á borð við United Silicon, Primera air og Wow air, sem orðið hafa gjaldþrota á síðastliðinum árum. Að spurður segir Höskuldur þessi mál ekki hafa ráðið úrslitum um afsögn sína. 

„Þetta hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera núna, en allt telur þegar byggt er upp í langan tíma. Heilt yfir er hefur útlánastarfsemi gengið vel og útlánasafnið er mjög traust. Gjaldþrot Wow er mikið högg en við erum með 830 milljarða lánabók og höggið því langt undir hálfu prósenti. Það er virkilega mikið högg og auðvitað er ekki gott að fá svona ítrekuð svona högg ár eftir ár. En bankinn er í sjálfum sér mjög sterkur og þessi mál eru ekki ástæðan fyrir því að ég er að hætta núna heldur hluti af heildinni.“ 

„Ég hef ekki trú á að menn eigi að vera mikið lengur en ég er búinn að vera núna í svona starfi. Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Maður finnur hvernig maður er sjálfur stemdur. Nú eru kaflaskil hjá mér, kaflaskil hjá bankanum,“ segir Höskuldur Ólafsson.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is