Norsk ríkisskuldabréf eru tryggustu ríkisskuldabréf í heimi þegar litið er til álagsins á þau á mörkuðum.  Landið er með lánshæfiseinkunina AAA.

Þá einkunn hafa 17 lönd í heiminum. Þau eru Þýskaland, Kanada, Frakkland, Svíþjóð, Sviss, Mön, Ástralía, Singapore, Austurríki, Lúxemburg, Danmörk, Finnland, Holland, Bretland, Nýja Sjáland, Bandaríkin, auk Noregs.

Löndin eru mismunandi líklega að halda einkuninni. Bandaríkin eru í nokkurri hættu að missa hana niður.