Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segist hafa eindreginn stuðning innan ríkisstjórnar og vísar því á bug að hún sé ein á báti í umhverfismálum.

Þetta kemur fram í viðtali við hana sem birtist í Viðskiptablaðinu á morgun, þar sem hún er meðal annars spurð um ólík viðhorf til stóriðju innan Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar og afdrif umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, „Fagra Ísland“.

Þórunn segir ennfremur í viðtalinu:

„Ég hef heyrt því haldið fram í opinberri umræðu að undanförnu að ég sé á einhvern hátt ein á báti í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta mjög undarlega umræða. Við vinnum samkvæmt okkar samstarfsplani og við eigum gott samstarf … Ég vil reyndar halda því fram að það sé frekar tilgangurinn með þessum umræðum að grafa undan mér, frekar en hitt, þó sumir láti eins og þeir séu að segja þetta af einhverri gæsku við mig.“

______________________________________

Eins og fyrr segir er Þórunn Sveinbjarnardóttir í viðtali í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta, frá kl. 21 í kvöld lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .