Rætt verður við Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallarinnar, í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Þátturinn hefst kl. 16. Farið verður yfir helstu breytingar á sterfsemi og umfangi Kauphallarinnar en Árbók hennar er nú komin út þar sem finna má helstu upplýsingar um reksturinn.

Einnig fræðumst við um stöðu mála á skuldabréfamarkaði með aðstoð Svövu Guðlaugar Sverrisdóttur sérfræðings hjá Greiningardeild Íslandsbanka. Í lok þáttarins hringjum við út til Vestmannaeyja og ræðum við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, um stöðu mála á fiskmörkuðum og um markaðshorfur.