Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums Fjárfestingarbanka hf., hefur í dag keypt 100.000.000 hluti í bankanum á genginu 13,50 sem var skráð markaðsgengi við lokun markaða í gær. Kaupin voru gerð í nafni eignarhaldsfélags í hans eigu, Fjárfestingarfélagsins Brekku ehf. Heildareign forstjóra í gegnum fyrrgreint eignarhaldsfélag eftir viðskiptin er 150.000.000 hlutir að nafnverði. Forstjóranum er skylt að eiga hlutina í 2 ár.

Samhliða þessum viðskiptum hefur bankinn veitt forstjóranum sölurétt á 150.000.000 hlutum sem ver hann fyrir mögulegu tapi af þessum viðskiptum. Eldri samningur um sölurétt forstjóra frá 18. júní 2004 hefur verið felldur úr gildi.