Málefni Kauphallar Íslands verða til umfjöllunar í fyrri hluta Viðskiptaþáttarins í dag. Í þáttinn kemur Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar og verður rætt um ýmislegt sem tengist starfsemi Kauphallarinnar, samstarf við erlendar kauphallir, afskráningar og nýskráningar.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í höfn í morgun hér í Reykjavík og í tilefni þess verður hringt í Ágúst Ágústsson markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar en horfur eru á að það verði metfjöldi skipakoma í ár.

Í lokin kemur síðan Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, í þáttinn en með kaupum félagsins á Element er ljóst að það er verið að breyta nokkuð áherslum hjá Skýrr en félagið hyggst bjóða upp á Microsoft-lausnir í framtíðinni.