Nýherji var eitt fyrsta félagið til að skila frá sér ársuppgjöri og til að ræða helstu niðurstöður þess kemur til Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja í Viðskiptaþáttinn í dag.

Þátturinn byrjar hins vegar á því að rætt er við Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sendiherra, en hann þekkir öðrum mönnum betur þá samninga sem gerðir hafa verið undanfarið um utanríkisviðskipti Íslendinga.

Á morgun standa Samtök upplýsingatæknifyrirtækja fyrir ráðstefnu um þróun greinarinnar og þau miklu tækifæri sem þar má finna. Til að ræða þetta kemur til Ingvar Kristinsson formaður samtakanna í þáttinn.