Að sögn Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, forstjóra Saga Capital, virðist samkomulag það sem gert hefur verið við skilanefndir bankanna vera jákvæð, bæði fyrir bankana, ríkissjóð og kröfuhafa.

,,Miðað við það sem maður hefur séð virðist þarna vera að ræða um 100 milljarða króna lægra framlag hjá ríkinu. Í öðru lagi næst það fram að kröfuhafarnir eignist bankanna, í það minnsta óbeint. Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram er þetta mjög jákvætt fyrir bankanna, ríkið og kröfuhafa.“

Þorvaldur Lúðvík sagði að það hefði alltaf legið á borðinu að þetta væri sú leið sem farsælast væri að fara. Hann sagðist ekki treysta sér til að segja til um hvort þetta hefði getað tekið skemmri tíma.