Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til áhættu- og fjárstýringar Lánasjóðs sveitarfélaga. Örvar starfaði hjá Glitni á árunum 2004 til 2008 en hjá Marorku 2008 til 2010.

Örvar var lánastjóri hjá slitastjórn Glitnis á árunum 2010 til 2014 en síðan þá hefur hann leitt sölu- og markaðsstarf á fjármálalausnum hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kóða.

Örvar er menntaður viðskiptafræðingur með MBA frá Fairfield University í Connecticut í Bandaríkjunum, auk þess að vera löggiltur verðbréfamiðlari. Hann er giftur Guðrúnu Árdísi Össurardóttur, fatahönnuði, og eiga þau fjögur börn.

Egill Skúli Þórólfsson, sem starfaði áður í áhættu- og fjárstýringu hjá Lánasjóðnum, hefur látið af störfum. Hann mun fara til starfa í fjárstýringu hjá Íslandsbanka. Egill starfaði hjá sjóðnum frá haustinu 2008.