Öryggismiðstöðin keypt öryggisfyrirtækið Skaftfell og verða fyrirtækin sameinuð undir merkjum þess fyrrnefnda. Starfsmönnum Skaftfells hefur verið boðin störf hjá sameinuðu fyrirtæki.

Fram kemur í tilkynningu um kaupin að Skaftfell er elsta starfandi öryggisfyrirtæki landsins en það var stofnað árið 1968.

Þá segir að með kaupunum verði Öryggismiðstöðin nýr umboðsaðili fyrir brunaviðvörunar-, slökkvi- og aðgangskerfi frá Siemens en það hafi verið flaggskip í vöruframboði Skaftfells um árabil.