Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega fordæmt árásina á sendiráð Sádí-Arabíu í Tehran sem gerðist um helgina. Í kjölfar atviksins slitu Sádí-Arabía og Barein stjórnmálasambandi við Íran.

Auk þess að fordæma árásina hvatti öryggisráðið yfirvöld í Íran til að veita sendiráðum og starfsmönnum þeirra fullnægjandi vernd til að uppfylla þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Öryggisráðið hvatti einnig báða aðila til að hefna sáttaviðræður um málið og að grípa til aðgerða til að draga úr spennu á svæðinu.

Yfirlýsing öryggisráðsins minnist ekkert á aftöku Sádí-Arabíu á klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr eða hinum 46 sem teknir voru af lífi fyrir brot tengt hryðjuverkum.