Mikil örtröð hefur myndast á flugvöllum í Bretlandi í kjölfar hæsta stigs öryggisráðstafana sem sett hefur verið á þar í landi. Öllum flugum sem ekki voru þegar á leið til Bretlands var vísað frá í morgun vegna mikillar örtröðar á vellinum, segir í frétt Dow Jones.

Allur handfarangur hefur verið bannaður í flugum frá Bretlandi, en það hefur aldrei gerst áður, segir í fréttinni.

BAA, sem rekur fjölda flugvalla í Bretlandi, hefur beðið farþega að fljúga alls ekki frá Heathrow og Stanstead nema að brýnasta nauðsyn krefjist þess, en tilkynnt hefur verið að mikilla seinkanna megi vænta næstu daga vegna aukinna öryggisráðstafana.