*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 25. janúar 2017 13:37

Ósammála um ágæti gjaldtöku við Kerið

Nýr ráðherra ferðamála og framkvæmdastjóri SAF, eru ekki fullkomlega sammála um ágæti gjaldtöku við Kerið.

Ritstjórn
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.
Haraldur Guðjónsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar eru ekki alls kostar sammála um hvort að gjaldtaka við Kerið í Grímsnesi sé til eftirbreytni. Frá þessu greinir ferðaþjónustumiðillinn Túristi.

Í greininni er minnst á það að ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún, hafi meðal annars sagt í viðtali við Viðskiptablaðið að hún hafi talað fyrir aukinni gjaldtöku á ferðamannastöðum. Í því samhengi segir hún einnig: „Það fyrirkomulag hefur gengið ágætlega á sumum svæðum eins og við Kerið.“

Hins vegar leggur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, áherslu á að samtökin hafi talað fyrir gjaldtöku fyrir virðisaukandi þjónustu, til að mynda bílastæðagjöld og gjald fyrir salerni. Hún tekur jafnframt fram í viðtalinu við Túrista að hvað varðar ummæli nýs ráðherra, þá geri hún ráð fyrir því að ráðherra hafi átt við hugmyndarinnar sem slíkrar, en ekki útfærslunnar. Hún bætir við að SAF hafi verið á móti „skúravæðingu“ eins og kalla má gjaldtökufyrirkomulagið við Kerið.

Stikkorð: SAF ráðherra Kerið ferðaþjónusta gjaldtaka
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is