Fjárfestar vestanhafs bíða óþolinmóðir eftir loka ákvörðun Janet Yellen og félaga. Margir telja að stýrivextir verði hækkaðir í haust. Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase & co. sagði nýlega að stýrivaxtahækkanir væru löngu tímabærar. Milljarðamæringurinn og vogunarsjóðsstjórinn Ray Dalio, er hins vegar verulega ósammála bankastjóranum.

Dalio telur að stýrivaxtahækkanir geti hrint niðursveiflu af stað, sem væri erfitt að takast á við. Hann stýrir stærsta vogunarsjóði heims og er með rúmlega 165 milljarða dala í stýringu. Dalio telur æskilegra að reyna að örva hagkerfið meira. Hann hefur lýst því yfir að þyrlupeningaaðferðin gæti skilað miklu.

Jamie Dimon telur að stýrivaxtahækkanir muni leiða til þess að seðlabanki Bandaríkjanna endurheimti meira traust. Dalio telur að seðlabankinn einbeiti sér of mikið að skammtíma hagsveiflum. Að hans mati ætti bankinn þó að einbeita enn frekar að langtímasveiflum.

Dalio segir margt líkt við fyrri hluta aldarinnar og ástandsins núna. Stuttu fyrir seinni heimsstyrjöldina var ójöfnuður mikill og öfgakenndar stjórnmálaskoðanir náðu að festa sér rætur.