„Við eigum að stefna hærra í borginni. Fólk þarf að spyrja sig hvers vegna flokkurinn höfðar ekki meira til borgarbúa. Þessi hópur sem nú er að slípast saman í borginni á mikið inni,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í dag lýsti Bjarni yfir vonbrigðum með fylgi flokksins á landsvísu.

Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Þjóðarpúls Galllups þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn á bilinu 23-24% atkvæða og fjóra borgarfulltrúa.

„Ég veit að það er margt jákvætt í pípunum. Fólk mun smám saman finna að lífskjör þess er að batna. Það mun skila sér í auknu trausti til Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni og kom jafnframt inn á að því virðist stuðning við hugsanlegt nýtt hægriframboð. Þótt það segi ákveðna sögu þá sé ekki hægt að draga of miklar ályktanir af því, að mati Bjarna sem benti á að stuðningurinn sé þvert á flokka.