Messuföll hafa orðið síðustu tvær hvalveiðivertíðir og er útlit fyrir að skip Hvals muni ekki sækja miðin þetta sumarið nema aukin ferð komist á bólusetningu landans. Þetta segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, við Viðskiptablaðið.

„Þegar það er búið að bólusetja förum við af stað en okkar rekstur er þannig að það er vonlaust að vera í gangi með þetta kórónuveiruvesen. Segjum sem svo að það kæmi upp smit hjá þeim sem flensa á meðan bátarnir væru á leið í land með hval, hvað ætti þá að gera við dýrið? Hefðbundnar útgerðir geta fengið annan til að vinna fiskinn eða selt hann á markaði en við erum eini aðilinn sem getur verkað hval. Það mætti ekkert út af bera og myndi búa til alls kyns vinnuréttarbras. Þannig að ég held það yrði erfitt,“ segir Kristján.

Staðan á mörkuðum í Japan sé hins vegar ekki fyrirstaða. „Ef maður les það sem „anti everything-liðið“, sem er alltaf á móti öllu og ekki með neinu, segir þá talar það um þúsund tonn í frystigeymslum en það er bara ekki staðan. Þetta er ekki orðið neitt, neitt sem er eftir þarna.“

Nánar er rætt við Kristján um nýfallna dóma Héraðsdóms Vesturlands í málum Hvals í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .