Tilboð Regins í fasteignafélagið Eik rennur út klukkan fjögur í dag. Ósennilegt er að tilboðinu verði tekið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Reginn gerði tilboð í eignir Eikar í byrjun september. Hvorki stjórn Eikar né framkvæmdastjórn vissu af tilboðinu fyrr en það var lagt fram.

Síðan að tilboðið var lagt fram hafa hluthafar verið að vega það og meta. Stærstu hluthafarnir í Eik eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður verkfræðinga. Allir eiga þeir yfir 10% hlut. Viðskiptablaðið hefur reynt að ná tali af framkvæmdastjórum lífeyrissjóðanna þriggja í dag, en án árangurs.